Æðislegt hrökkkex með osti og kryddi
- Fanney Sif Gísladóttir
- Apr 27, 2021
- 1 min read
Hrökkkex
1.poki rifin ostur að eigin vali ( ég nota cheddar )
2.dl hörfræ
2. dl graskersfræ
1. dl chiafræ
1. dl haframjöl
1 1/2 dl volgt vatn
2. egg
Krydd að eigin vali ( mér finnst gott að nota t.d rósmarín, pizzakrydd eða hvítlauksduft
salt eftir smekk
Aðferð
Hitið ofninn í 180 gráður.
Allt hráefni sett saman í skál og hrært saman.
Blandan sett á bökunarpappír og annar pappír settur ofan á og deigið jafnða út með kökukefli.
Bakað í ca 30 mín, kexið á að vera stökkt og verður það þegar það kólnar.
Ég elska að borða þetta með smjöri og osti, líka gott með Brie osti og sultu, hummus og fleiru.
Látið kólna og njótið

Comments