Þessar kúlur eru í algjöru uppáhaldi hjá mér þessa dagana og ég bara verð að eiga þær í frystir svo ég geti nælt mér í eina og eina já og eina enn. Innihald 1 1/2 bolli haframjöl 1 bolli hnetusmjör 1 bolli kókosmjöl 1/2 bolli hörfræ 1/2 bolli chiafræ 1/3 bolli agave sýróp 1 poki suðusúkkulaði-dropar 1 tsk vanilludropar 1 1/2 tsk kanill Aðferð. Byrjið að leggja chia fræin í bleyti í vatni þannig að það fljóti aðeins yfir þau. Látið þau bíða í 15 mín. Setjið öll hráefnin í skál og blandið öllu vel saman ásamt chia fræjunum. Mótið með höndunum hæfilega stórar kúlur. Að lokum setjið í box og inn í frystir. Nælið ykkur í kúlu þegar löngunnin í eitthvað dásamlega gott kemur yfir ykkur og njótið.
Eigið góðan dag og njótið ykkar í elshúsinu.
Comentários