top of page
Writer's pictureFanney Sif Gísladóttir

Sóley

Sóley er nýja uppáhalds kakan mín.

Oft er það einfalda best og í þessu tilfelli er það rétt. Sóley er dásamlega bragðgóð, fljótleg og ekki skemmir fyrir að hún er án viðbætts sykurs. Svo inniheldur hún fá og góð hráefni.


Hráefni


Botn

5 eggjahvítur

190 gr döðlur

2 dl kókosmjöl

70 gr suðusúkkulaði með saltkarmellu og sjávarsalti


Krem ofan á

70 gr suðusúkkulaði ( venjulegt )

2 mats kókosolía ( ég nota alltaf lykt og bragðlausa )

1/2 dl kókosmjólk, bara þykka rjómann. Má sleppa en gerir kremið betra


Aðferð


Byrjið á því að hita ofninn í 180 gráður

skerið döðlurnar og súkkulaðið í bita


Þeytið eggjahvíturnar þar til þær eru alveg stífar, blandið döðlunum, kókosmjölinu og súkkulaðinu varlega saman við þær með sleikju.


Smyrjið hringlaga kökuform og setjið blönduna og dreifið henni jafnt í botninn

bakið í ofninum í 20 mínútur.


Krem


Setjið í pott, suðusúkkulaði, kókosolíu og kókosmjólkina og hitið á lágum hita þar til allt er vel bráðnað saman.

Kælið bæði kökuna og kremið áður en að kremið er sett ofan á kökuna.


Skreytið að vild, mig langaði það skreyta kökuna með blómum en það er ekki mikið úrval í mínum garði. En nóg af Sóleyjum og hverjum vantar ekki smá gulan lit í lífið.



Njótið vel með sól í hjarta.








Recent Posts

See All

Konukaka

Comments


bottom of page