top of page
Writer's pictureFanney Sif Gísladóttir

Sælusalat með kjúkling cous cous og sætum kartöflum

Ég gæti sennilega borðað salat næstum því í öll mál og hérna er eitt af mörgum sem ég geri reglulega.


Hráefni


3 kjúklingabringur

salat að eigin vali

1 meðalstór sæt kartafla

1 bréf cous cous að eigin vali ( ég notaði með villisveppum )

1 gul paprika

1 pera

8-10 ferskar döðlur

1/2 krukka fetaostur eða eftir smekk

sætkartöflukrydd frá kryddhúsinu

kjúklingaveisla krydd frá kryddhúsinu

salt

pipar

olía

4-5 mats tai sweet chilli sósa

4-5 mats hvítlaukssósa frá E Finnson

hörfræ til skrauts


Mér finnst alltaf gott að hafa auka sósu

4 mats tai sweet chilli sósa

4 mats hvítlaukssósa

sett í skál og hrært saman




Aðferð


Byrjið á því að hita ofninn í 180 gr.

Skerið sætu kartöfluna í litla bita, setjið í eldfast mót og kryddið með sætkartöflukryddinu, salti og pipar og setjið hæfilegt magn af olíu og blandið þessu vel saman. Setjið inn í ofn og látið bakast í 40 mín.


Hellið cours cours í skál, sjóðið vatn og hellið yfir cours coursið þannig að það fljótið vel yfir, leggið t.d. disk yfir skálina og látið bíða á meðan þið útbúið restina af salatinu.


Skerið kjúklingabringurnar í hæfilega bita, steikið upp úr olíu á pönnu og kryddið með kjúklingaveislu, salti og pipar. Þegar kjúklingurinn er steiktur setjið þá tai sweet chitti sósuna saman við og takið af pönnunni og kælið.


Skerið grænmetið og döðlurnar niður í bita.


Þegar kjúklingurinn er orðin kaldur, blandið þá hvítlaukssósunni saman við og hrærið vel saman.


Betra er að láta sætu kartöflurnar kólna áður en þær eru settar út í salatið.


Að lokum raðið saman í fallega skál og njótið




Verði ykkur að góðu og njótið ykkar í eldhúsinu





Comments


bottom of page