Í tilefni sumardagsins fyrsta þá bökum við þessa dásemd, hún færir okkur sól í hjarta.
Deig
350. gr hveiti
50. gr sykur
50. gr smjör
1. egg
180. ml mjólk
2 1/2 tsk ger
1 tsk salt
Aðferð
Setjið hveiti, salt, sykur og ger í hrærivélaskál.
Setjið smjör og mjólk í pott og bræðið við vægan hita, þar til þetta er orðið volgt og smjörið bráðið. Hrærið þetta saman og hellið út í hveitiblönduna og að lokum brjótið eggið út í.
Notið krókinn á hrærivélinni til að hnoða þetta saman.
Deigið er frekar blautt og ég bætti í það 2. tsk af hveiti á meðan ég lét það hnoðast í ca 3. mínútur.
Það er tilbúið þegar það fer að losna frá skálinni.
Setjið plastfilmu yfir skálina og látið hefast á hlýjum stað í 40. mín. (ég set alltaf skálina við ofninn í eldhúsinu ef ég er að láta eitthvað hefast )
Eftir að deigið hefur hefast, setjið það á hveitistráð borð og hnoðið lítillega.
Fletjið það út í ca stærð 42x30 cmog smyrjið með smjöri og að lokum dreifið púðursykurblöndunni yfir.
Þar næst skiptið deiginu í sex renninga, gott er að nota pizzaskera eða beittan hníf til þess.
Rúllið fyrstu lengjunni upp í lítinn snúð og leggið ofan á næstu lengju og rúllið svo upp svo koll af kolli.
Setjið snúðakökuna í hringlaga form, ég notaði eldfast glerform.
Látið hefast á hlýjum stað í 1. klukkutíma og 30. mínútur
Inn í snúðakökuna
100. gr púðursykur
2. tsk kanill
Blandið saman kanil og púðursykri.
Smjör við stofuhita til að smyrja á deigið áður en púðursykurblanda er sett yfir
Bakið við 170 gráður í 45-50. mín. Fylgist vel með kökunni og ef ykkur finnst hún vera orðin dökk leggið þá álpappír yfir hana og bakið áfram. Það er líka allt í lagi að þrýsta létt ofan á kökuna ef ykkur finns hún bakast þannig að hún sé mishá.
Ofan á snúðakökuna
1. bolli flórsykur
1. dl rjómi
1. vanillustöng (ef þið eigið ekki vanillustöng notið þá 1/2-1 tsk vanilludropa en það er alls ekki sambærilegt )
Hrærið saman flórsykrinum og rjómanum.
Skafið fræin úr vanillustönginni og bætið út í blönduna.
Hellið yfir kökuna þegar hún hefur kólnað.
Gangi þér vel og njóttu þín í bakstrinum.
Kommentare