Þetta brauð hef ég bakað oftar en allt annað. Það er alltaf jafn gott og allir elska það.
Innihald
3 1/2. dl hveiti
2 1/2 dl spelt/ ef ég á ekki spelt þá nota ég hveiti
1. dl kornblanda frá hamingju eða önnur blönduð fræ
1. dl haframjöl
1 1/2-2 dl soðið vatn
1 1/2-2 dl ab mjólk
3 tsk lyftiduft
1/2 tsk sjávarsalt
AðferðHitið ofninn í 180 gráður.
Blandið þurrefnum saman í hrærivélskálinni. Bætið vatni og ab mjólki út í og hrærið saman.
Setjið í smurt ílangt bökunarform og bakið í 30. mín.
Takið þá brauðið úr forminu og bakið án forms í 10. mín.
Gangi þér vel og njóttu þín í eldhúsinu.
Comments