top of page
Writer's pictureFanney Sif Gísladóttir

Spari með tebollanum


Ekkert er eins dásamlegt eins og góður moli með tebollanum og þessi stenst það fullkomnlega.


Innihald


200 gr suðusúkkulaði

1 dl ristaðar kókosflögur

1 dl trönuber

2 dl saltkringlur


Aðferð


Leggið saman tvær arkir af smjörpappír og brjótið upp á kantana. Bræðið suðusúkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið því á smjörpappírinn og dreifið úr því með sleikju eins þykkt og þið viljið hafa það.

Dreifið innihaldinu jafnt yfir blönduna og þrýstið létt ofan á. Setjið inn í ísskáp og látið stífna. Brjótið niður í hæfilega mola og geymið í ísskáp í lokuðu boxi.


Eigið góðan dag og njótið ykkar í elshúsinu.


Recent Posts

See All

Sóley

Comentários


bottom of page