top of page
Writer's pictureFanney Sif Gísladóttir

Orkutrufflur



Ég er algjör nartari, ég veit ekkert betra en að eiga til heimagert góðgæti í frysti sem ég get nælt mér í þegar löngun í eitthvað sætt og gott grípur mig. Þessar trufflur eru eitt af þvi sem ég á oft til og tekur ekki langan tíma að útbúa.


Innihald


250. gr döðlur

1. poki hunangs jarðhnetur eða hnetur að eigin vali ( 150 gr. )

1/2. bolli sólblómafræ

70. gr .suðusúkkulaði

2. bollar grófvalsað haframjöl

1. mats kakó ( Nóa Sírus er voða gott )

kakó til að velta truflunum upp úr


Aðferð


Setjið döðlurnar í pott og vatn þannig það fljóti aðeins yfir þær. Hitið að suðu og slökkvið undir, látið döðlurnar liggja í vatninu þangað til þær eru orðnar mjúkar. Hellið vökvanum af þeim og setjið í matvinnsluvél ásamt öllu hráefninu. Mixið vel saman og búið til kúlur og veltið þeim upp úr kakóinu. Mér finnst best að nota hanska því deigið er frekar blautt.

Setjið í box og inn í frysti, kælið í ca 3. klst. ( geymið svo áfram í frysti )


Nælið ykkur svo í bita og bita.... já og annan bita ef þið viljið.


Eigðu góðan dag og njóttu þín í eldhúsinu.


Recent Posts

See All

Gotterí

Comments


bottom of page