Graskerafræ eru litrík og bragðmikil fræ með keim af hnetu og sætu. Þau eru góð uppspretta af andoxunarefnum, omega-3 fitusýrum, magnesíum, mangan og fosfó. Og veita einnig sínk, járn og prótein.
Graskersfræ innihalda E vitamin sem hjálpar til við að afeitra líkamann.
Innihald
2 bollar graskersfræ
2 bollar döðlur
1 bolli trönuber
200-250 gr suðusúkkulaði ( ég vil hafa frekar þykkt lag af súkkulaðinu og notaði 250 gr )
Aðferð
Leggið graskersfræin í bleyti með volgu vatni í eina klukkustund.
Sigtið vatnið frá graskersfræjunum og setjið í matvinnsluvél ásamt döðlum og trönuberjunum. Maukið vel saman.
Bræðið suðusúkkulaðið yfir vatnsbaði.
Setjið smjörpappír í hæfilega stórt form og dreifið blöndunni í botninn og að lokum hellið brædda suðusúkkulaðinu yfir og setjið í frystir.
Gott að taka út úr frysti eftir klukkustund og skera í bita.
Geymist best í frysti og nælið ykku í bita og bita já og annan bita
Eigið góðan dag og njótið ykkar í eldhúsinu.
留言