Þetta múslí klárast alltaf mjög fljótt því það er engu líkt.
Innihald
3 dl tröllahafrar ( allt í lagi að nota venjulega )
2 dl kasjúhnetur
2 dl pekanhnetur
2 dl hörfræ
2 dl sólblómafræ
1 dl graskersfræ
1 dl þurrkuð trönuber
2 dl döðlur smátt saxaðar
2 dl kókosflögur ristaðar (einnig hægt að nota kókosmjöl )
1 dl agave síróp
1 tks vaniludropar
2 1/2 tsk kanill
2 1/2 tsk engifer
Aðferð
Hitið ofninn í 180 gráður.
Saxið hneturnar í hæfilega bita og blandið saman í skál öllu nema kókosflögunum, trönuberjunum og döðlum. Hrærið blönduna vel saman og hellið á ofnplötu klædda bökunarpappír. Setjið inn í heitan ofninn, fylgist vel með og hrærið reglulega í svo blandan bakis vel á öllum hliðum í 20-25 mín.
Kælið múslíið og blandið saman við það, döðlum, trönuberjum og kókosflögum.
Eigið góðan dag og njótið ykkar í eldhúsinu.
留言