Ég á oftast til eitthvað þessu líkt í frysti og það eru fleiri en ég sem njóta þess að næla sér í eina og eina kúlu þegar löngunin í einhvað sætt nær yfirhöndinni.
Innihald:
250. gr döðlur
150. gr kasjúhnetur
100. gr sólblómafræ
160. gr haframjöl
80. gr suðusúkkulaði
1. mats kakó
1. mats vatn
Til að velta kúlunum upp úr
2. mats kókosmjöl
2. mats kakó
1 1/2. tsk lakkrísduft (fæst í Epal ) má sleppa
Aðferð:
Byrjið á því að setja döðlurnar í pott með vatni þannig að það rétt fljóti yfir. Látið suðuna koma upp og sjóðið þar til þær eru orðnar mjúkar. Setjið döðlurnar í sigt og látið mesta vatnið leka úr þeim.
Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél og maukið vel saman.
Blandið saman kakóinu og lakkrísduftinu í skál og veltið kúlunum upp úr blöndunni.
Setjið kókosmjöl í skál og veltið kúlunum upp úr því.
Setjið kúlurnar í box og geymið í frysti.
Gangi þér vel og eigðu góðan dag.
Comments