top of page
Writer's pictureFanney Sif Gísladóttir

Konukaka


Þessa köku hafði ég bakað oft og iðulega í gegnum árin, en svo gleymdi ég henni og vinkona mín minnti mig á hana nýlega og ég gat ekki hætt að hugsa um hana og hérna er hún komin þessi elska. Hún er dásamlega góð og ekki skemmir fyrir að hún er einföld og fljótleg í bakstri.


Nafnið er tilkomið vegna þess að ég bakaði hana oft fyrir saumaklúbbinn eða fyrir konuhitting. Og svo held ég líka bara að konum finnist hún betri en körlum.


Hitið ofninn í 150 gráður


Innihald


1. bolli döðlur

1. bolli valhnetur

1/2. bolli suðusúkkulaði

1/2 bolli hrásykur

2. egg

3. mats hveiti/spelt

3. mats vatn

1. mats vanilludropar

1. tsk lyftiduft


Aðferð


Saxið niður, valhnetur, döðlur og suðusúkkulaði. Setjið egg og sykur í skál og hrærið lítillega saman því næst er öllu hráefninu blandað saman við og hrært létt með sleif.

Setjið blönduna í hringlaga form og bakaið við 150 gráður í 40 mínútur.


Kælið kökuna áður en kremið er sett á hana.


Krem


100. gr. suðusúkkulaði

40. gr. smjör

1. msk kókosolía án bragðs/ agavesíróp


Aðferð

Allt sett saman í pott og brætt, kælið lítillega áður en þið hellið yfir kökuna.


Berið fram með þeyttum rjóma.



Gangi þér vel og eigðu góðan dag.


Recent Posts

See All

Sóley

Comments


bottom of page