top of page
Writer's pictureFanney Sif Gísladóttir

Kjúklingasúpan mín

Það er bara eitthvað við kjúklingasúpu sem lætur mig langa til að borða hana aftur og aftur. Ég fæ aldrei leiða á henni og sama hversu oft ég ber hana á borð fyrir fjölskylduna hún klárast alltaf.

Innihald


3. kjúklingabringur

1. gulur laukur

1/2. blaðlaukur

1. paprika rauð

1. flaska Heinz chillisósa

1. krukka salsasósa styrkleiki að eigin vali (ég nota oftast medium )

3. hvítlaukskrif

1/2 box rjómaostur

1. lítir vatn

salt og pipar eftir smekk

olía til steikingar


Undirbúningur


Saxið niður laukanna og paprikuna. Skerið kjúklingabringurnar í hæfilega bita


Aðferð


Hitið olíu á pönnu og mýkið laukinn, bætið þar næst paprikunni út í og kryddið lítillega með salti og pipar. Steikið í um það bil 2. mínútur.

Bætið þá salsasósunni, chillisósunni og vatninu út í og látið sjóða í 5. mínútur.

Setjið kjúklinabitana út í súpuna og sjóðið þar til þeir eru eldaðir.

Að lokum setjið rjómaostinn út í og látið hann bráðna í súpunni. Ekki láta súpuna sjóða eftir að rjómaosturinn er komin út í pottinn.


Berið súpuna fram með rifnum osti, sýrðum rjóma og nachosflögum að eigin vali.


Verði þér að góðu og gangi þér vel.

Comments


bottom of page