top of page
Writer's pictureFanney Sif Gísladóttir

Jóhannshús-pizzan

Hver elskar ekki pizzu?

Það er hefð hjá okkur eins og hjá mörgum að borða pizzu á föstudögum og að sjálfsögðu eigum við okkur uppáhalds pizzu sem við hreinlega fáum ekki leið á. Þetta hráefni smellpassar einhvern veginn svo vel saman.

Ég kaupi yfirleitt súrdeigs pizzabotn í Fjölval, ef hann er ekki til geri ég þennan.


Hráefni


Pizzabotn


5. dl hveiti

2. mats olía

2 tsk þurrger

1. tsk sykur

2-2 1/2 dl volgt vatn

1/2 tsk salt


Hrærið sykur og ger út í volgt vatnið og látið standa smá stund. Setið innihaldsefnin í hrærivélaskál, bætið gerblöndunni við og hnoðið í 3. mínútu. Setjið plastfilmu yfir skálina og látið deigið hefa sig í 40. mínútur.


Ofan á pizzuna


1 dós niðurskornir tómatar ( mér finnst best að nota frá Hunts með ristuðum hvítlauk )

sveppir

döðlur

rauðlaukur

spínat

rjómaostur

pizzaostur

heitt pizzakrydd frá Pottagöldrum

salt

pipar


Mér finnst miklu betra að nota tómata í dós heldur en pizzasósu, ég set alla tómatana á pizzuna en ekki allan safann, þá er hætta á að botninn verði of blautur. Svo er bara smekksatriði hvað við viljum hafa mikið af hverju á pizzunni okkar.


Gleðilegan pizzadag alla föstudaga.


Recent Posts

See All

Opmerkingen


bottom of page