top of page
Writer's pictureFanney Sif Gísladóttir

Geggjaður hakkréttur með beikoni, rjómaosti og Heinz chillisósu

Hráefni


500 gr hakk

1 paprika rauð

1 kúrbítur eða sveppir ( bara það sem ykkur finnst betra eða eigið til )

1 rauðlaukur

3 hvítlauksrif

1 flaska heinz chillisósa

10 sneiðar beikon

4 matskeiðar rjómaostur með svörtum pipar

2-3 tsk mexíkaninn krydd frá kryddhúsinu ( eða að eigin vali )

salt og pipar eftir smekk



Aðferð


Byrjið á því að skera niður grænmetið og steikið það á pönnu það til það verður mjúkt, bætið beikoni við og steikið í smá stund í viðbót.

Setjið hakkið og kryddið á pönnuna og blandið því vel saman við grænmetið, þegar það er orðið steikt hellið þá Heinz sósunni út á pönnuna og látið malla smá stund.

Því næst bætið rjómaostinum við og látið hann bráðna.

Látið malla í smá stund og smakkið til með kryddinu.






Yfirleitt ber ég þennan rétt fram eingöngu með fetaosti, en þegar liggur vel á mér hendi ég í gott salat eða hef hvítlauksbrauð með.


Ég elska salat og í þetta skiptið var innihaldið eftirfarandi


blandað salat

mangó

tómatar

pera

ferskar döðlur

rifin parmesan og avocado olía







Verði ykkur að góðu og njótið ykkar í eldhúsinu.

Comments


bottom of page