top of page
Writer's pictureFanney Sif Gísladóttir

Hafraklattar með suðusúkkulaði og rúsínum


Þessir klattar hafa verið bakaðir í Jóhannshúsi í gegnum tíðina og eru einfaldlega bestir


Innihald


2. bollar hveiti

3. bollar haframjöl

1. bolli púðursykur

1/2. bolli hrásykur

1.bolli rúsínur

1. bolli smjör lint

2. egg

1.tsk vanilludropar

1. tsk kanill

1. tsk matarsódi

1/2 tsk salt

100. gr suðusúkkulaði saxað


Aðferð


Smjör, sykur, egg, matarsódi, salt, vanilludropar og kanill er sett í hrærivélaskál og hrært vel saman.

Því næst er blandið saman við þetta haframjöli og hveiti og hrært vel. Og að lokum setjið saxað suðusúkkulaðið og rúsínurnar saman við.


Deigið er frekar lint og finnst mér best að móta kökurnar í plasthönskum. Mótið hæfilega stórar kökur og setjið á plötu klædda bökunarpappír. Þessi uppskrift gerir 14-16 klatta.


Bakið við 200 gráður í 11. mínútur, athugið að klattarnir eru frekar linir þegar þeir koma úr ofninum en harðna þegar þeir kólna. Mér finnst gott að leggja þá á ofngrind á meðan þeir eru að kólna.


Eigið góðan dag og njótið ykkar í eldhúsinu.






Recent Posts

See All

Sóley

Comments


bottom of page