top of page
Writer's pictureFanney Sif Gísladóttir

Gulrótarkaka með kókos og rjómaosta-karmellukremi

Það er bara eitt orð yfir þessa köku.....dásemd




Innihald


1/2. bolli sykur

1. bolli púðursykur

1 1/4. bolli olía

2. bollar hveiti

2 1/2. bolli gulrætur

1. bolli kókosmjöl, plús smá í skraut

3/4. bolli valhnetukjarnar, plús smá í skraut

1. lítil dós ananas í bitum

4. egg

2. tsk lyftiduft

1. tsk matarsódi

1. tsk kanill

1. tsk vanilludropar

1/2. tsk salt


Aðferð


Hitið ofninn í 180 gráður.

Saxið valhnetukjarna smátt, rífið niður gulræturnar og látið safann af ananasinum renna af í sigti og skerið hann síðan í litla bita.

Hrærið saman sykur, egg, olíu og vanilludropa í 1. mínútu, bætið þá kanill, lyftidufti, matarsóda og salti við og hrærið saman í 30. sek. Þar næst blandið þið restinni af hráefninu út í og hrærið í 30. sek.

Ég bakaði kökuna í 26. cm hringformi með gati í miðjunni, einnig hægt að baka í tveimur formum.

Bakið kökuna við 180 gráður í 55. mínútur


Rjómaosta-karmellukrem


1/2. box rjómaostur stærri gerðin

100. gr smjör við stofuhita

2. bollar flórsykur

3. tsk karmellusíróp, ef þið viljið meira karmellubragð þá bæti þið við sírópi ( ég nota kaffisíróp frá Torani )

Setjið allt saman í skál og þeytið vel saman, eða þar til kremið er orðið létt og ljóst.


Látið kökuna kólna vel áður en kremið er sett á hana, og skreytið með kókosmjöli og valhnetukjörnum.


Gangi þér vel og verði þér að góðu







Recent Posts

See All

Sóley

Comments


bottom of page