Gotterí
- Fanney Sif Gísladóttir
- Apr 23, 2020
- 1 min read
Þessi stykki eru hættulega góð og dásamlegt að eiga í frystinum til að grípa í þegar nammilöngunnin lætur á sér kræla.

Þessi stykki eru hættulega góð og dásamlegt að eiga í frystinum til að grípa í þegar nammilöngunnin lætur á sér kræla.
Innihald
2. dl rúsínur
2. dl kasjúhnetur
1. dl kókosolía
4. bollar Rice krispies
1. bolli ristaðar kókosflögur
1 1/2 bolli hnetusmjör
1. poki heslihnetur 100.gr
1. poki karmellumöndlur/venjulegar frá Háberg 100.gr
1 1/2 plata suðusúkkulaði
Ofan á
1. bolli ristaðar kókosflögur
Aðferð
Byrjið á að skera hnetur og möndlur í hæfilega bita. Setjið í skál ásamt Rice krispies, rúsínum og kókosflögum og blandið vel saman. Bræðið suðusúkkulaðið yfir vatnsbaði og bætið hnetusmjörinu og kókosolíunni saman við.
Hrærið þangað til blandan er kekklaus, hellið síðan blöndunni saman við hnetublönduna og hrærið vel saman.
Hellið blöndunni í form klæddu bökunarpappír.
Stráið ristuðu kókosflögunum yfir blönduna og setjið í frysti í 2. klst.
Takið úr frysti og skerið niður í hæfilega bita og setjið í box sem þið geymið svo í frysti.
Eigðu góðan dag og njóttu þín í eldhúsinu
Comments