top of page
Writer's pictureFanney Sif Gísladóttir

Fléttubrauðið góða


Það er sumt sem stendur alltaf fyrir sínu og þetta brauð gerir það svo sannalega


Innihald


12 1/2 dl hveiti

2 tsk sykur

2 tsk salt

1 bréf þurrger/ 5 tsk

4 dl mjólk

1 dl ab mjólk

1/2 dl matarolía

1 egg til penslunar

ofan á grófvalsaðir hafrar og sesamfræ


Aðferð


1.Setjið í hrærivélaskál eða á borð ef þið ætlið að hnoða í höndum, hveiti (geymið 1 dl til að hnoða upp úr eftir hefingu)

haframjöl, salt, olíu og ab mjólk.


2. Setjið mjólk, sykur og þurrger í pott og velgið.


3. Hellið saman við brauðblönduna og hnoðið


4.Setjið plastfilmu yfir skálina og látið hefast á hlýjum stað í eina klukkustund

5. Hnoðið deigið á vel hveitistráðu borði, bætið hveiti í ef þarf, skiptið deiginu í þrennt og rúllið út í þrjár jafnlangar lengjur og fléttið saman á bökunarplötu með smjörpappír.


6. Látið hefast á hlýjum stað í 30 mín


7. Penslið brauðið með sundurslegnu eggi og stráið haframjöli yfir til skrauts.

8. Bakið nest í ofninum við 200 gráður í 30 mín.


Eigið góðan dag og njótið ykkar í eldhúsinu.

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page