Ég er að segja ykkur það, þessi kaka er sko bomba og þá meina ég B.O.B.A
Þótt að hún sé gerð í nokkrum skrefum er hún einföld.
Skref. 1
2. stór epli gul/græn ( myndi nota 3. ef þau eru lítil )
50 gr. smjör
Skerið eplin í skífur, bræðið smjörið á pönnu og látið eplaskífurnar mýkjast á pönnunni. Leggið til hliðar.
Skref 2.
Karmelluhunangssósa
1 1/2. bolli púðursykur
150 gr. smjör
1. mats hunang
1. dl rjómi
Setjið allt saman á pönnu og hrærið í á meðan blanda er að bráðna saman. Leggið til hliðar og látið kólna.
Skref 3.
Pekanhnetukurl
100 gr. pekanhnetur
1 1/2. bolli hveiti
1/3. bolli púðursykur
55. gr smjör
1/4. bolli sykur
2 tsk. kanill
1/2. tsk salt
Saxið hneturnar í hæfilega bita og bræðið smjörið á pönnu. Setjið allt hráefnið saman í skál og hellið smjörinu yfir og hrærið öllu saman. Legggið til hliðar.
Skref 4.
Deig
2. bollar hveiti
1. bolli sykur
3. egg
2/3. bolli mjólk
2. tsk vanilludropar
2. tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
115. gr lint smjör
Byrjið á því að hræra saman smjör og sykur, bætið eggjum við einu og einu. Því næst blandið restinni af hráefnunum út í og hrærið þangað til deigið er kekklaust.
Skref 5.
Þá er komið að því að setja kökuna saman.
1. setjið deigið í 24. cm smurt smelluform
2. raðið eplaskífunum ofan á deigið
3. setjið helminginn af karmelluhunangssósunni yfir eplin
4. og að lokum, setjið pekanhnetukurlið yfir
Bakið í 24. cm smelluformi við 180 gráður í 45 mínútur, hyljið þá kökuna með álpappír og bakið áfram í 30. mínútur eða þangað til kakan er fullbökuð.
Látið kökuna kólna í forminu í ca 30. mínútur, takið þá hringinn af og látið kökuna kólna lítillega áður en þið færið hana á disk og hellið karmelluhunangssósunni yfir. Ef sósan er orðin of þykk er gott að velgja hana örlítið í örbylgjuofninum. Gott er að geyma smá af sósunni til að eiga og bera fram með kökunni. Berið kökuna fram með sósunni og þeyttum rjóma.
Gangi þér vel og verði þér að góðu.
Comments