Dásemdin eina, án hveitis og viðbætts sykurs
- Fanney Sif Gísladóttir
- May 16, 2023
- 1 min read
Ég veit ekki hversu oft ég hef bakað þessa dásemd undanfarið, hún er lungamjúk og svo bragðgóð að þú bara verður að prófa að baka hana. Ekki skemmir fyrir að hún er hveitilaus og án viðbætts sykurs. Ef þú ert ekki hrifin af hnetusmjöri þá er ekkert mál að sleppa því, hef bakað hana með og án þess, og finnst bæði betra. Ég baka hana yfirleitt í eldföstu móti sem er 26x17 , en þegar ég hef haft hana sem eftirrétt ef ég er með veislu hef ég tvöfaldað uppskriftina og bakað hana í lausbotna hringlóttu formi og borið hana fram með rjóma og skreytt með jarðarberjum.
Það er bæði einfalt og fljótlegt að baka Dásemdina eina.

Hráefni
2. dl möndlumjöl, ef þú átt ekki til möndlumjöl er hægt að mala möndlur í matvinnsluvél
2. dl kakó
1. dl kókosolía ég nota alltaf án bragðs, ef ég nota hina finnst mér koma svo mikið kókosbragð
1. dl hnetusmjör
1. dl heitt kaffi
3. egg
160. gr döðlur
1-1/2 .banani ef þeir eru litlir nota ég 1-1/2
2. tsk vanillduropar
2. tsk lyftiduft
smá salt
Aðferð
1. Hitið ofninn í 180 gráður
2. Byrjið á því að setja döðlurnar og banana í matvinnsluvél og maukið vel saman og setjið í skál
3. Setjið síðan allt hráefnið í skálina og hrærið allt vel saman með sleif.
4. Setjið bökunarpappír í eldfast mót/kökuform og hellið blöndunni í mótið og sléttið með sleifinni
5. Bakið í 30 mínútur
6. Gott er að bera kökuna fram með þeyttum rjóma og jarðarberjum, einnig er hún góð ein og sér

Verði ykkur að góðu og njótið ykkar í eldhúsinu.
Comments