Þessa bitar eru í mjög miklu uppáhaldi og geri ég þá aftur og aftur.
Það er svo gott að vita af þeim inn í frystir og get nælt sér í einn og einn.
Innihald
3 1/2 bolli kókosmjöl 1 bolli fljótandi kókosolía 1 1/2 dl kókosmjólk
300 gr suðusúkkulaði 2-3 matskeiðar Agavesíróp eða Sugerin 1 tsk vanilludropar
Aðferð
Öllu hráefninu, nema súkkulaðinu, er hrært saman í stóra skál.
Búnir til hæfilega stórir bitar eða blöndunni þjappað í form ofan á bökunarpappír.
Þetta er sett í frystir í u.þ.b. 30 mínútur.
Þá er blandan tekin út úr frystir og skorin niður í hæfilega stóra bita.
Súkkulaðið er svo brætt yfir vatnsbaði og bitunum velt upp úr súkkulaðinu og sett á bökunargrind Þegar súkkulaðið er harðnað eru bitarnir settir í box og í frysti.
Svo bara njóta og njóta.
Comments