top of page

Bananakaka með karmellukeim og dásamlegu kremi

  • Writer: Fanney Sif Gísladóttir
    Fanney Sif Gísladóttir
  • May 7, 2020
  • 1 min read

Updated: May 8, 2020

Þessi bananakaka er dúnamjúk og mjög góð tilbreyting frá hinu hefðbundna bananabrauði. Ég stóð mig að því að borða aðeins of mikið af henni. Lífið væri leiðinlegt ef ekki væru til kökur sem hægt væri að borða of mikið af.

Innihald


225. gr hveiti

150. gr púðursykur

150. gr brætt smjör

3. bananar

2. egg

1/2 dós sýrður rjómi 36%

1. tsk vanilludropar

1. tsk sítrónudropar

1. tsk lyftiduft

3. matskeiðar karmellusíróp, Torani þetta sem er notað er út í kaffið


Setjið þurrefnin í skál og blandið saman, stappið banana og því næst setjið restina af hráefninu út í og hrærið saman með sleif þar til deigið er kekklaust.


Ég bakaði hana í 25. cm kringlóttu formi við 180. gráður í 45. mín.


Krem


100. gr smjör lint

175. gr flórsykur

3. matsk (kúfaðar ) rjómaostur

1. tsk karmellusíróp


Valhnetukjarnar til skrauts


Allt sett saman í hrærivél og þeytt í 3. mínútur

smyrjið kreminu ofan á kalda kökuna.

Gangi þér vel og verði þér að góðu.





Comments


​Sítrónur og súkkulaði 2020

bottom of page