top of page
Writer's pictureFanney Sif Gísladóttir

Bananabrauð með hnetusmjöri

Þetta brauð er dásemd fyrir þá sem elska hnetusmjör og það geymist ótrúlega vel og er jafnvel betra daginn eftir.





Innihald


2. bollar hveiti

1. bolli púðursykur

3. bananar

2. egg

2. mats sýrður rjómi 36%

100. gr smjör við stofuhita

1/2 bolli hnetusmjör

2. tsk lyftiduft

1. tsk vanilludropar

1. tsk kanill

1/2 tsk salt


Aðferð


Hitið ofninn í 180 gráður


Þetta er einfalt og þægilegt, stappið banana og blandið öllu saman í skál og hrærið saman með sleif það til deigið er kekklaust.


Bakið við 180 gráður í 55 mínútur.


Best er að skera brauðið þegar það er orðið kalt, ég get reyndar aldrei beðið og er yfirleitt búin að smakka áður en brauðið kólnar.


Gangi þér vel og verði þér að góðu.



Recent Posts

See All

留言


bottom of page