Alltof gott gott...
- Fanney Sif Gísladóttir
- Apr 19, 2020
- 1 min read
Updated: Apr 20, 2020

Innihald
2 bollar döðlur
1/3 bolli hnetusmjör ( plús extra til að smyrja yfir blönduna )
1 tsk skyndikaffi ( val )
1/4 bolli kakó
100 gr digestive kex
1/3 bolli rúsínur
1/2 bolli möndlur
170 gr suðusúkkulaði
Aðferð
Setjið döðlurnar í pott ásamt vatni, þannig að það fljóti rétt yfir hitið að suðu og látið sjóða í 5 mín.
Setjið döðlurnar, hnetusmjörið, kaffið og kakóið í matvinnsluvél og maukið vel saman.
Hellið maukinu í skál og blandið saman við það mulnu kexinu, rúsínum og söxuðum möndlum.
Smyrjið maukinu í form klætt bökunarpappír eins þykkt og ykkur listir og sléttið vel úr því, því næst smyrjið þunnu lagi af hnetusmjöri yfir.
Bræðið suðusúkkulaðið og hellið yfir og dreifið vel úr því.
Setjið í frysti í ca eina klukkustund.
Takið úr frysti 10 mín áður en þið berið fram og njótið.
Eigið góðan dag og njótið ykkar í eldhúsinu.
Comments