Afmæliskakan hans Óskars. Dásamlega osta/skyrkaka með hvítu súkkulaði og jarðaberjum
- Fanney Sif Gísladóttir
- Apr 9, 2021
- 1 min read
Updated: Apr 10, 2021
Þessi kaka er í einu orði sagt dásemd
Botn
1.pakki Lu karmellu kanilkex, mulið smátt
150. gr smjör
Bræðið smjör á pönnu og blandið kexinu saman við. Þrýstið kexinu niður í hringlaga smelluform. Geymið inn í ísskáp á meðan þið gerið blönduna sem fer ofan á.
Ostaskyr-blanda
400. gr rjómaostur
1. dós skyr með jarðaberjum og hvítu súkkulaði
400. ml þeyttur rjómi
5. matskeiðar flórsykur
1. teskeið vanilludropar
1. stórt box fersk jarðaber
200. gr Belgian hvítt súkkulaði með jarðaberjum (fæst meðal annars í Systrahorninu Patreksfirði)
Byrjið á því að þeyta rjómann og leggið hann til hliðar.
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni og látið kólna aðeins.
Þeytið saman skyr og rjómaost í smá stund og bætið síðan flórsykrinum og vanilludropunum saman við.
Hellið súkkulaðinu saman við blönduna og þeytið vel saman, því næst er rjómanum blandað saman við með sleif.
Skerið rúmlega helminginn af jarðaberjunum í bita og setjið út í blöndum og hrærið saman við með sleifinni.
Dreifið blöndunni yfir kökuna og geymið í ísskáp í a.m.k 4. klukkutíma.
Notið afganginn af jarðaberjunum til að skreyta kökuna.


Njótið í góðum félagsskap og verðið ykku að góðu.
Comentários